Louise Christine Kjartansson (fædd Wagener) fæddist 23. janúar 1935 í Breinig í Þýskalandi. Hún lést í Kópavogi 17. febrúar 2023.

Foreldrar hennar voru Katharina Wagener (fædd Münch), f. 1906 og

Wilhelm Wagener, f. 1895.

Hún var elst sjö systkina, hin voru Irmgard, Reinhold, Renate, Helga, Inge og Emmi. Eftirlifandi er Inge, f. 1942.

Fjölskyldan bjó í húsi sem faðir hennar byggði með miklum matjurtagarði og ávaxtatrjám. Þar býr enn yngsta systirin. Æska hennar litaðist af ástandinu í Þýskalandi en líka voru góðar stundir. Skólaganga var sáralítil. Á unglingsárum komst hún yfir myndir frá Íslandi og Ekvador og dreymdi um að komast til þessara landa. Í bágu atvinnuástandi eftirstríðsáranna kom hún til Íslands sem heimilishjálp. Hingað kom hún 1956,

...