„Tónlistin hefur alltaf verið mín leið til að tjá mig og vinna úr tilfinningum. Þetta byrjaði sem þerapía.“
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Fjölhæfa tónlistarkonan, lagahöfundurinn, handritshöfundurinn og leikkonan Silja Rós hefur alla tíð leitað í tónlist og skrif til að vinna úr tilfinningum sínum.
Hún speglar persónulegar reynslur í nánast allri listsköpun sinni, þar sem tónlistin hefur reynst henni bæði heilandi og djúpstæð leið til tjáningar.
Á dögunum gaf Silja Rós út nýja fjögurra laga EP-plötu, … suppress my truth, sem er undanfari væntanlegrar plötu, … letters from my past, sem kemur út í vor. Nýja platan dregur fram bæði persónulegar reynslur og nýtir innblástur frá ýmsum tímamótum í lífi hennar.
Titillagið „… suppress my truth“ er innblásið af fortíðinni og samskiptum
...