Búið er að binda enda á allar aðgerðir alríkisins til þess að auka hlut minnihlutahópa í alríkisstofnunum með svonefndri jákvæðri mismunun. Þetta var staðfest í gær, en Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun þess efnis á mánudagskvöldið, fyrsta dag sinn í embætti

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Búið er að binda enda á allar aðgerðir alríkisins til þess að auka hlut minnihlutahópa í alríkisstofnunum með svonefndri jákvæðri mismunun. Þetta var staðfest í gær, en Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun þess efnis á mánudagskvöldið, fyrsta dag sinn í embætti. Sagði Trump í yfirlýsingu um málið að slík mismunun, sem gengur nú undir skammstöfuninni DEI (e. Diversity, Equity and Inclusion) vestanhafs, væri siðlaus.

Karoline Leavitt, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu um ákvörðunina í gær að með henni væri verið að gera Bandaríkin aftur að samfélagi þar sem fólk væri metið eftir verðleikum sínum frekar en húðlit.

Þeir starfsmenn alríkisins sem unnið hafa við ráðningar á grundvelli DEI voru í gær sendir í launað leyfi, og verður þeim

...