Íslenska stúlknalandsliðið í íshokkíi, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hélt áfram sigurgöngu sinni í 2. deild B á heimsmeistaramótinu í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Ísland vann þá sannfærandi sigur á Mexíkó, 5:1, og er með fullt hús stiga, níu…
Íslenska stúlknalandsliðið í íshokkíi, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hélt áfram sigurgöngu sinni í 2. deild B á heimsmeistaramótinu í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Ísland vann þá sannfærandi sigur á Mexíkó, 5:1, og er með fullt hús stiga, níu eftir þrjá leiki, og á fyrir höndum hreinan úrslitaleik gegn Tyrkjum í dag. Magdalena Sulova skoraði tvö marka Íslands, Friðrika Magnúsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir og Eyrún Garðarsdóttir eitt mark hver.