Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 1. febrúar og síðar á árinu um heim allan. „Kvikmyndin er einstakt tækifæri fyrir landsmenn til að sjá stórbrotna…
Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 1. febrúar og síðar á árinu um heim allan. „Kvikmyndin er einstakt tækifæri fyrir landsmenn til að sjá stórbrotna sýningu Bjarkar sem ferðast hefur um heiminn í fimm ár,“ segir í viðburðarkynningu frá Smekkleysu. „Í Cornucopia kannar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist. Myndin byggist að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem Björk kemur inn á mál sem eru henni hugleikin, t.a.m. umhverfismál, jafnrétti og femínisma.“