Og brosandi Borgfirðingar með gleði í hjarta sungu með svo allt fór á flug.
Söngvaskáld Sveitatónlist og þjóðlög í bland, segir Soffía Björg hér í viðtalinu, spurð um tónlistarstefnu sína.
Söngvaskáld Sveitatónlist og þjóðlög í bland, segir Soffía Björg hér í viðtalinu, spurð um tónlistarstefnu sína. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Ég leyfi tónlistinni að fljóta nánast óþvingað, því slíkt leiðir gjarnan eitthvað gott og skemmtilegt af sér,“ segir Soffía Björg Óðinsdóttir, söngvaskáld í Borgarfirði. Sú gerði stormandi lukku þegar hún söng og spilaði síðasta föstudagskvöld í Vikunni, sjónvarpsþætti Gísla Marteins. Daginn eftir var hún svo komin á heimaslóðir sínar og skemmti þar með Jakobi Frímanni Magnússyni og fleiri góðum sem voru með samkomu í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirðinum.

Grín um miðaldra fólk

Slagarinn sem Soffía hefur víða sungið að undanförnu – svo sem í sjónvarpinu – og gæti orðið einkennislag hennar, er Draumur að fara í bæinn. Lagið er danskt að uppruna en fyrir 70 árum var saminn að því

...