Myndum af veröld framtíðar verður brugðið upp á viðburði þeim sem verður í Borgarbókasafninu í Grófinni í Reykjavík næstkomandi laugardag, 25. janúar, en þessi dagskrá stendur milli klukkan 10-17. Yfirskriftin er Framtíðarfestival
Krakkar Hjólað af gleði til móts við framtíðina sem er óræð en afar spennandi.
Krakkar Hjólað af gleði til móts við framtíðina sem er óræð en afar spennandi. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Myndum af veröld framtíðar verður brugðið upp á viðburði þeim sem verður í Borgarbókasafninu í Grófinni í Reykjavík næstkomandi laugardag, 25. janúar, en þessi dagskrá stendur milli klukkan 10-17. Yfirskriftin er Framtíðarfestival.

Hugsaðu 100 ár fram í tímann og ímyndaðu þér að þú sért á ferð í gegnum framtíðarsamfélagið þitt. Hvað sérðu umhverfis þig árið 2125? Er hljóðlátt? Er fólk í kringum þig? Hvar eru dýr, gróður eða vatn? Hvaða verkfæri ert þú með í töskunni? Hvar getur þú hvílt þig? Getur þú ímyndað þér hvað þú borðar á þessum degi? Þetta segir í kynningu frá Borgarbókasafninu og enn fremur:

Taktu þátt í samtali um gervigreind, sólarpönk, siðferði, framtíðarheimili, heilandi tengsl, dýr, náttúru og menningararf. Þátttakendur fá að á smakka mat framtíðar, ferðast um tímann

...