Rósa Gísladóttir (1957) Forma Dulcis, 2012 Gifs 197 x 175 x 197 cm
Rósa Gísladóttir (1957) Forma Dulcis, 2012 Gifs 197 x 175 x 197 cm

Mercati di Traiano-safnið á Keisaratorgi hinnar gömlu Rómaborgar varðveitir og sýnir ekki aðeins fornminjar heldur efnir einnig til sýninga þar sem þekktum alþjóðlegum listamönnum er boðið að sýna verk sín. Þannig kallast safneignin á við samtíðina.

Árið 2012 var Rósu Gísladóttur boðin þátttaka og við það tækifæri sýndi hún tólf verk, þar á meðal sex nýja stóra skúlptúra sem staðsettir voru utandyra. Forma Dulcis var einn þeirra og einn þriggja sem Listasafn Íslands festi kaup á. Heiti verksins er á latínu og þýðir sætt form. Það er sótt í fyrirmyndina, ævafornt bökunarmót meðal muna ítalska safnsins. Þó að fyrirmynd verksins sé jafn hversdagslegur hlutur og bökunarform, þá ljær Rósa skúlptúrnum klassískan blæ grískrar og rómverskrar myndlistar sem birtist til dæmis í hreinni samhverfu, mikilfenglegri stærð og hvítum marmaralíkum litnum sem kemur birtuspili ljóss og skugga vel til

...