Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir útgáfuárið 2024. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni seinnipartinn í febrúar og…
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir útgáfuárið 2024. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni seinnipartinn í febrúar og hún felst í viðurkenningarskjali og 1.500.000 króna verðlaunafé.
Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina kæmu. Viðurkenningaráð Hagþenkis stendur að valinu, en það hóf störf um miðjan október og fundaði vikulega fram yfir miðjan janúar.