Ísland lagði Portúgal að velli, 2:1, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti U17 ára liða stúlkna í knattspyrnu í Portúgal í gær. Portúgal var yfir í hálfleik, 1:0. Rebekka Sif Brynjarsdóttir jafnaði á 59. mínútu en hún fylgdi á eftir þegar skot fyrirliðans Sunnu Rúnar Sigurðardóttur var varið, 1:1. Sigurmarkið kom síðan á 87. mínútu. Elísa Birta Káradóttir sendi boltann inn í vítateiginn þar sem Elísa Bríet Björnsdóttir tók við honum og skoraði með föstu skoti, 2:1.