Egill Sæbjörnsson listamaður keypti nýlega gamla myllu rétt fyrir utan Berlín þar sem hann er með íbúðir, vinnuaðstöðu og verkstæði. Í daglegu tali gengur myllan undir heitinu „Blokkin“ og þar er rými fyrir ýmiss konar listsköpun en…
VIÐTAL
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Egill Sæbjörnsson listamaður keypti nýlega gamla myllu rétt fyrir utan Berlín þar sem hann er með íbúðir, vinnuaðstöðu og verkstæði. Í daglegu tali gengur myllan undir heitinu „Blokkin“ og þar er rými fyrir ýmiss konar listsköpun en Egill er þekktur fyrir að vinna þvert á marga miðla og hefur að undanförnu verið að beina sjónum sínum í meira mæli að arkitektúr.
„Þetta er gömul mylla sem var sprengd í stríðinu en endurreist á tíunda áratugnum í upprunalegum stíl. Vinir mínir kalla þetta Blokkina því þetta eru um sex hundruð fermetrar á fjórum hæðum en ég er með þrjár af þessum fjórum hæðum. Um 220 fermetrar fara undir vinnusvæði mitt og verkstæði þar sem ég geymi ýmis verkfæri og vélar. Þar
...