Fátt er skemmtilegra að syngja en þetta. Svið þessa meistarastykkis tónbókmenntanna er breitt og atriði mörg og krefjandi. Fjölbreytnin er slík að þessu má líkja við konfektkassa sem fullur er af girnilegum og góðum molum,“ segir Íris Sveinsdóttir, formaður Óperukórsins í Reykjavík
Æfing Óperukórinn í Reykjavík, sem heitið hefur ýmsum nöfnum í tímans rás, hér á æfingu síðasta mánudagskvöld. Kirkjan ómar öll, eins og þar stendur.
Æfing Óperukórinn í Reykjavík, sem heitið hefur ýmsum nöfnum í tímans rás, hér á æfingu síðasta mánudagskvöld. Kirkjan ómar öll, eins og þar stendur.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Fátt er skemmtilegra að syngja en þetta. Svið þessa meistarastykkis tónbókmenntanna er breitt og atriði mörg og krefjandi. Fjölbreytnin er slík að þessu má líkja við konfektkassa sem fullur er af girnilegum og góðum molum,“ segir Íris Sveinsdóttir, formaður Óperukórsins í Reykjavík. Fólk úr kórnum hefur síðustu vikur – og raunar alveg síðan í nóvember – æft Sálumessu Mozarts og flytur hana á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu mánudagskvöldið 27. janúar næstkomandi kl. 20.

Eitt áhrifamesta verk tónlistarsögunnar

Stykkið sem nú verður tekið, Requiem í d-moll, K. 626 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, er af mörgum talið eitt áhrifamesta og þekktasta verk tónlistarsögunnar. Mozart samdi verkið árið 1791, en náði þó

...