— Morgunblaðið/Eyþór

Mikil stemning var á meðal íslenskra áhorfenda í Zagreb í gær en viðureign Íslands og Egyptalands á heimsmeistaramóti karla í handknattleik hófst þar klukkan 19.30. Bæði lið voru með fullt hús stiga og því barist um efsta sætið í milliriðlinum. Íslendingum fjölgaði mjög í Zagreb í gær þegar tvær 737-flugvélar, fullar af stuðningsfólki, lentu í króatísku höfuðborginni þannig að um 400 manns bættust í hópinn á áhorfendapöllunum í Arena Zagreb. Meðal annars þessir líflegu handboltaáhugamenn. Leikurinn hófst eftir að Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi en ítarlega er fjallað um hann á íþróttavefnum mbl.is/sport.