Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigrún Ásmundsson, dóttir Gunnvarar Daníelsdóttur og Snorra Ásmundssonar, flutti á fimmta ári með foreldrum sínum frá Íslandi 1970, ólst upp í Winnipeg til 15 ára aldurs, þegar fjölskyldan flutti nær Gimli, býr í Vancouver, varð kanadískur ríkisborgari í fyrrasumar og tekur við sem forseti Íslendingadagshátíðarinnar á Gimli í febrúar en hún hefur verið í stjórninni frá 2018 og meðal annars haft þar umsjón með íslenskri tískusýningu frá 2019. „Á hátíðinni í ár beinum við athyglinni að þeim sem hafa byggt upp íslenska samfélagið hérna síðan 1875 og lagt sitt af mörkum í Kanada,“ segir hún.
Gunnvör hefur látið til sín taka í íslenska samfélaginu í Winnipeg og á Gimli. Sigrún segist því hafa kynnst starfseminni vel og tekið þátt í mörgum viðburðum áður en hún
...