Sitthvað merkilegt bætist í ár inn á almanak Sameinuðu þjóðanna sem standa fyrir alþjóðlegum dögum til að efla alþjóðlega vitund og aðgerðir á tilteknum sviðum. Alls eru nú 216 alþjóðlegir dagar á vegum SÞ og þeim er að fjölga.
Til marks um fjölbreytni á dagatali þessu má nefna alþjóðlegan knattspyrnudag sem er 25. maí og 21. desember er tileinkaður körfubolta. Svo mætti áfram telja. „Í ár munum við sérstaklega setja fókus á fyrsta alþjóðadag jökla 21. mars næstkomandi,“ segir Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið. Hún bætir við:
„Þá er nú einnig hafið alþjóðaár jökla á hverfanda hveli og áratugur alþjóðlegs átaks í jöklarannsóknum. Því munum við gefa sérstakan gaum í samstarfi við Veðurstofu Íslands, Jöklarannsóknafélag Íslands, Náttúruverndarstofnun, Jarðvísinda- og
...