Það var áhugavert að fylgjast með Hákoni Arnari Haraldssyni á stóra sviðinu í fyrrakvöld. Hann var mættur með franska liðinu Lille á einhvern erfiðasta útivöll í Evrópu, og mótherjarnir líklega besta knattspyrnulið álfunnar um þessar mundir
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Það var áhugavert að fylgjast með Hákoni Arnari Haraldssyni á stóra sviðinu í fyrrakvöld.
Hann var mættur með franska liðinu Lille á einhvern erfiðasta útivöll í Evrópu, og mótherjarnir líklega besta knattspyrnulið álfunnar um þessar mundir.
Liverpool er með fullt hús stiga í Meistaradeildinni og örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni.
En Skagamaðurinn sýndi á Anfield að hann á heima í þessum gæðaflokki. Smá mistök snemma leiks slógu Hákon engan veginn út af laginu og hann var einn besti maður Frakkanna þegar upp var staðið.
Átti stóran þátt í markinu í naumum ósigri Lille, 2:1, var sjálfur nálægt því að skora og var óhræddur við að vera
...