Í steininum Maðurinn er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði.
Í steininum Maðurinn er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. — Morgunblaðið/Hari

Karlmaður sem réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína og barnsmóður á Vopnafirði í október hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. febrúar en Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar um.

Er manninum gefið að sök að hafa meðal annars veist að konunni með rúllubaggateini og notað hann til að reyna að stinga hana í kviðinn, ýta við henni þar til hún féll til jarðar og síðan notað teininn til að þrengja að hálsi hennar.

Maðurinn sóttist eftir því að verða vistaður á viðeigandi stofnun í stað þess að sæta almennu gæsluvarðhaldi. Hann er hins vegar vistaður á Hólmsheiði.