Svíar og Portúgalar skildu jafnir, 37:37, í æsispennandi leik í milliriðli þrjú á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Bærum í Noregi í gærkvöldi. Portúgal stendur því vel að vígi á toppi riðilsins en Svíar eru stigi á eftir þeim og bæði lið eru ósigruð. Þetta var annað jafntefli sænska liðsins en liðin eru í baráttu við Spán og Brasilíu um að komast í átta liða úrslit. Albin Lagergren skoraði sjö mörk fyrir Svía og Luís Frade sjö mörk fyrir Portúgal.