Guðni Ágústsson
Jón Baldvin Hannibalsson mætti í Grjótkastið til Björns Inga Hrafnssonar þann 17. janúar síðastliðinn. Jón Baldvin málaði þar skrattann á vegginn og taldi för Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB dæmda til að mistakast.
Í fyrsta lagi segir hann Evrópusambandið verr statt nú en þegar hann sagði okkur Íslendinga sækjast eftir að komast inn í brennandi hús (á Jóhönnu-, Steingríms J.- og Össurartímanum).
Svo segir Jón Baldvin þetta: „Það verður engin Evrópusambandsaðild á þessu kjörtímabili. Það er alveg á hreinu. Af hverju? Jú, við fullnægjum ekki skilyrðunum einu sinni. Skilyrðin eru þau að við megum ekki hafa halla á ríkisfjármálum umfram 3%. Þjóðarskuldir mega ekki vera meiri en 60% af vergri landsframleiðslu og Maastricht-sáttmálinn segir
...