Sýningin Fallegustu bækur í heimi verður opnuð á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í dag, fimmtudaginn 23. janúar, klukkan 17. Keppnin Fallegustu bækur í heimi hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun
Jana Sofie Liebe
Jana Sofie Liebe

Sýningin Fallegustu bækur í heimi verður opnuð á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í dag, fimmtudaginn 23. janúar, klukkan 17.

Keppnin Fallegustu bækur í heimi hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun. Árlega berast um það bil 600 bækur frá 30 löndum í keppnina og hljóta 14 þeirra verðlaun eða sér­staka viðurkenningu. Bækurnar 14 verða til sýnis í Hönnunarsafninu.

Bókin Walking as Research Practice eða Ganga sem rannsóknaraðferð hlaut aðalverðlaun samkeppninnar Golden letter. Hönnuður verðlaunabókarinnar, Jana Sofie Liebe, heldur fyrirlestur í safninu á sunnudag, 26. janúar, kl. 13 og mun þar að auki bjóða upp á námskeið ásamt Unu Margréti Magnúsdóttur á morgun, föstudaginn 24. janúar, en skráning fer fram á vefnum tix.is.