40 ára Agnes ólst upp á Sauðár­króki og er nýflutt þangað aftur. Hún er grunnskólakennari að mennt og hefur verið kennari í Öldutúnsskóla frá 2016 en er í fæðingarorlofi. Áhugamálin eru útilegur, ferðast um landið og njóta góðra stunda með fjölskyldunni og vinum.


Fjölskylda Eiginmaður Agnesar er Þórir Rúnar Ásmundsson, f. 1985, kerfisstjóri hjá Reiknistofu bankanna. Synir þeirra eru Ásmundur, f. 2022, og Sigurður, f. 2024. Foreldrar Agnesar eru Erna Hauksdóttir, f. 1960, vinnur hjá Sýslumanninum á Sauðárkróki, og Skúli Halldórsson, f. 1957, nýhættur að vinna eftir áratuga starf hjá Vegagerðinni.