Ríkisstjórnin og sparnaðartillögur almennings

Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Raunar ætti það að vera sjálfsagt verkefni allra ríkisstjórna og gott ef þær hafa ekki flestar haft uppi orð um það undanfarna áratugi.

Það er samt fagnaðarefni að haft sé orð á hagsýni og hagræðingu í ríkisrekstri, ekki veitir af og það munar um allt. Þau fyrirheit verða ugglaust hermd upp á ríkisstjórnina þegar tilefni þykja til.

Eitthvað skorti þó upp á hugmyndaauðgina við ríkisstjórnarborðið, svo forsætisráðherra brá á það ráð í áramótaávarpi sínu að „efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri“. Eftir áramótin var svo opnað fyrir tillögur þjóðarinnar um hagræðingu og sparnað ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda.

Þetta var á sinn hátt vel til fundið hjá ríkisstjórninni, pólitískt klókt jafnvel. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að með því hafi hún

...