Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hyggst ekki gefa kost á sér í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer í lok næsta mánaðar. Hún segist hlakka til þess að starfa sem „óbreyttur þingmaður“ á komandi þingi undir nýrri forystu…
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hyggst ekki gefa kost á sér í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer í lok næsta mánaðar. Hún segist hlakka til þess að starfa sem „óbreyttur þingmaður“ á komandi þingi undir nýrri forystu flokksins, en hún hafði áður greint frá því að hún sæktist ekki eftir því að verða varaformaður áfram.

Þórdís greindi frá þessu á Facebook í gær og kvaðst líta ánægð um öxl.

„Ég er stolt af því að hafa verið í forystu flokksins með Bjarna Benediktssyni undanfarin sjö ár og hafa átt þátt í þeim mikla árangri sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt þátt í að ná fyrir Ísland.“

Hún telur hins vegar réttara að ný forystusveit taki við.

„Á þeim tímamótum sem flokkurinn er á núna er eðlilegt að þær raddir sem kallað hafa hæst á endurnýjun fái tækifæri til þess að reyna sig

...