Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði í gær að Kremlverjar væru reiðubúnir til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem færu fram af „gagnkvæmri virðingu“, en að fátt nýtt hefði komið fram hjá Trump til þessa
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði í gær að Kremlverjar væru reiðubúnir til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem færu fram af „gagnkvæmri virðingu“, en að fátt nýtt hefði komið fram hjá Trump til þessa.
Ummæli Peskovs féllu er hann var spurður um ummæli Trumps á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í fyrrakvöld, en þar skoraði Trump á Pútín að binda enda á „þetta fáránlega stríð“ án nokkurrar tafar, þar sem ástandið myndi einungis versna fyrir Rússland.
„Ef við náum ekki „samkomulagi“, og það bráðum, mun ég eiga engra annarra kosta völ en að leggja þunga skatta, tolla og refsiaðgerðir á allt sem Rússland selur Bandaríkjunum og ýmsum öðrum ríkjum,“ sagði Trump
...