Alþingi verður sett í fyrstu viku febrúarmánaðar og sátu nýkjörnir alþingismenn í gær síðari kynningarfundinn sem haldinn er þeim til uppfræðslu. Fyrri fundurinn var haldinn í desember. Á fundinum fræddi starfsfólk skrifstofu Alþingis nýliðana, sem…
— Morgunblaðið/Eggert

Alþingi verður sett í fyrstu viku febrúarmánaðar og sátu nýkjörnir alþingismenn í gær síðari kynningarfundinn sem haldinn er þeim til uppfræðslu. Fyrri fundurinn var haldinn í desember.

Á fundinum fræddi starfsfólk skrifstofu Alþingis nýliðana, sem eru 33 talsins og þar með ríflega helmingur alþingismanna, um störfin í þingsal, siðareglur og hagsmunaskráningu, nefndir og alþjóðastarf.

Ekki er annað að sjá en að hinir nýju þingmenn hafi fylgst með af athygli, enda þurfa þeir að innbyrða margvíslegar upplýsingar áður en að því kemur að þeir taki sæti á hinu háa Alþingi.

Í forgrunni á myndinni má sjá þá Jón Pétur

...