Vigdís Häsler
Mikilvægustu byggðamarkmið stjórnvalda hér á landi eru efling fjölbreyttari atvinnuvega og að stuðla að atvinnutækifærum sem eiga sinn þátt í að styrkja virðiskeðjuna í átt til frekari verðmætasköpunar. Landbúnaður og sjávarútvegur hafa ætíð verið okkar undirstöðuatvinnugreinar og landbúnaðurinn hefur jafnframt stutt við búsetu og atvinnu í sveitum landsins. Landbúnaðurinn einn og sér hefur þó ekki bolmagn til að viðhalda þeirri byggð sem fyrir er og er því sjávarútvegurinn sú atvinnugrein sem hefur verið burðarásinn í hinum dreifðu byggðum, þótt skiptar skoðanir séu á því hvort hagræðingin og samþjöppunin hafi skilað sér. Stjórnvöld þurfa því að einblína á þá eiginleika sem landið hefur upp á að bjóða, eiginleika sem geta skapað samkeppnisforskot og tengjast náttúrulegum aðstæðum sem við búum við, eins og aðgengi að hagkvæmri endurnýjanlegri orku, fjörðum sem henta fyrir
...