Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson, línu- og varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, er mjög ánægður með spilamennsku íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu hingað til enda Ísland með fjóra sigra í fjórum leikjum
Harka Elliði Snær fagnar innilega eftir að hann náði í víti gegn Egyptum. Íslenska liðið lagði Egypta að velli í Zagreb í fyrrakvöld, 27:24.
Harka Elliði Snær fagnar innilega eftir að hann náði í víti gegn Egyptum. Íslenska liðið lagði Egypta að velli í Zagreb í fyrrakvöld, 27:24. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Zagreb

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson, línu- og varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, er mjög ánægður með spilamennsku íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu hingað til enda Ísland með fjóra sigra í fjórum leikjum. Fyrir vikið er íslenska liðið í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Sigur gegn Króatíu í kvöld gulltryggir sæti í útsláttarkeppninni.

„Við höfum byrjað tvo síðustu leiki mjög vel og verið mjög svalir allan seinni hálfleikinn. Mér er búið að líða mjög vel í báðum leikjum,“ sagði Elliði við Morgunblaðið.

Íslenska liðið hefur spilað mun betur gegn sterkum andstæðingum í mikilvægum leikjum en á EM fyrir ári og haldið þétt í

...