Ragnhildur Helgadóttir
Háskólar hafa það hlutverk í breytilegum heimi að mennta fólk fyrir framtíðina, hvort sem sú framtíð er talin í einu, tveimur eða tuttugu árum. Hraði breytinga, einkum tæknibreytinga, eykst og í tilefni af því og alþjóðlegum degi menntunar sem er í dag er rétt að hugsa um hvað skiptir mestu þegar kemur að háskólamenntun. Hvað er það sem við þurfum helst að passa upp á?
Í fyrsta lagi skiptir máli að nemendur öðlist sérþekkingu; að þau kunni eitthvað á dýptina þegar þau hafa lokið háskólanámi. Í raun skiptir ekki máli hvaða nám er valið, endurskoðun, tölvunarfræði eða miðaldabókmenntir, því það að læra eitthvað á dýptina þjálfar okkur í því að tileinka okkur nýja þekkingu, við styrkjumst í gagnrýninni hugsun og síðast en ekki síst lærum við að þekkja fagmennsku og vísindaleg vinnubrögð. Allt er þetta lykilhæfni
...