Halla Gunnarsdóttir formaður VR hyggst bjóða sig fram sem áframhaldandi formann félagsins en auglýst hefur verið eftir framboðum til formanns og í stjórn VR. Halla var varaformaður félagsins í tæp tvö ár áður en hún tók við sem…
Halla Gunnarsdóttir formaður VR hyggst bjóða sig fram sem áframhaldandi formann félagsins en auglýst hefur verið eftir framboðum til formanns og í stjórn VR. Halla var varaformaður félagsins í tæp tvö ár áður en hún tók við sem formaður í byrjun desember eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins. „Ég ætla að gefa kost á mér áfram,“ segir Halla í samtali við mbl.is.
Aðspurð segist hún ekki viss um hvort mikil samkeppni verði um formannssætið. VR sé stórt félag.