Manchester United er nánast öruggt með sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir nauman sigur á Rangers frá Skotlandi, 2:1, á Old Trafford í gærkvöld. Bruno Fernandes skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
United er komið með 15 stig í fjórða sæti af 36 liðum og mætir FCSB í Rúmeníu í lokaumferðinni næsta fimmtudag. Stig þar gulltryggir enska liðinu að sleppa við umspilið en í það fara liðin í níunda til 24. sæti deildarinnar.
Tottenham er í sjötta sæti með 14 stig og stendur líka vel að vígi eftir sigur í Þýskalandi, 3:2, gegn Hoffenheim þar sem Son Heung-min skoraði tvö markanna.
Íslendingaliðin Midtjylland og Elfsborg unnu mikilvæga sigra og eiga góða möguleika á að komast í umspilið á meðan Ajax og Real Sociedad
...