Deilur Ólafs eru ekki útlátalausar, sérstaklega þegar hann heldur uppi linnulausum fyrirspurnum til stjórnvalda, umfram fyrirspurnaflóð Pírata.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Einn vinur ritara er ágætur maður að mörgu leyti en að öðru leyti meingallaður. Hann er kallaður Ólafur á Horninu. Ritari velti því lengi fyrir sér hvers vegna Ólafur var kenndur við Horn. Að ætterni var Ólafur úr innsveitum Norðurlands.

Kom þá ekki í ljós að Ólafur var sagður hafa allt á hornum sér. Það er nákvæmlega það sem ritari hefur fundið í samtölum snemma á morgnum og síðla kvölds.

Ólafur hringir seint og snemma og fjargviðrast vegna flests sem á góma ber, og ef til vill ekki síst vegna texta í gluggaumslögum sem honum berast. Efni þeirra er yfirleitt afleiðingar af deilugirni Ólafs. Deilur Ólafs eru ekki útlátalausar, sérstaklega þegar hann heldur uppi linnulausum fyrirspurnum til stjórnvalda, umfram fyrirspurnaflóð Pírata.

Með hvað á

...