Í dag er bóndadagur og með honum hefst þorrinn. Þetta markar upphaf vertíðar fyrir tónlistarmenn, en Magnús Kjartan, söngvari Stuðlabandsins, segir þorrablótin vera „talsvert stærri skepnu“ en venjuleg böll. Magnús ræddi þetta í Ísland vaknar og viðurkenndi að stundum hefði honum fundist þorrablótin komin út í algjöra vitleysu, sérstaklega eftir covid. „Maður fylltist einhverjum krafti sem maður vissi ekki að maður hefði,“ sagði hann og bætti við að hann hefði reynt að spila leiðinleg lög til að slútta gamninu – það hefði þó ekki gengið. Nánar á K100.is.