Hversu gagnlegar eru opinberar nafnabirtingar yfir umsækjendur um störf hjá hinu opinbera? Og hversu hjálplegt er að einstaka umsækjendur geti fengið send öll gögn um aðra umsækjendur? Þessum spurningum og fleirum ætlar Hildur Ösp Gylfadóttir,…
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hversu gagnlegar eru opinberar nafnabirtingar yfir umsækjendur um störf hjá hinu opinbera? Og hversu hjálplegt er að einstaka umsækjendur geti fengið send öll gögn um aðra umsækjendur?
Þessum spurningum og fleirum ætlar Hildur Ösp Gylfadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, að svara á málþinginu Ráðningar hjá ríkinu – tækifæri og áskoranir, sem fram fer í dag í Tryggingastofnun ríkisins í Hlíðarsmára í Kópavogi.
Yfirskrift erindis Hildar er: Eru ráðningar hjá ríkinu sjálfbærar og „business-wise“?
Að ráðstefnunni stendur Mannauður, félag mannauðsfólks hjá ríkinu, í samstarfi við faghópa um ráðningar og mannauðsmál
...