Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að þau fyrirtæki sem ekki framleiddu vörur sínar í Bandaríkjunum myndu þurfa að greiða toll ef þau vildu selja þær þar. Kom þetta fram í ávarpi hans á hinni árlegu efnahagsráðstefnu í Davos, WEF, sem Trump flutti í gegnum fjarfundarbúnað.
Trump kom víða við í ræðu sinni, og nefndi þar sérstaklega tollamál, en hann hefur heitið því að hækka tolla á þau ríki sem hann telur hafa notið óeðlilegs ávinnings í viðskiptum sínum við Bandaríkin. Þá sagðist hann ætla að lækka skatta á þau fyrirtæki sem framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum niður í 15%.
„Komið og framleiðið vörur ykkar í Bandaríkjunum, og þið munuð fá skatta sem eru með þeim lægstu sem nokkur þjóð býður,“ sagði Trump og bætti við að ef fyrirtæki vildu ekki framleiða vöru sína í Bandaríkjunum yrðu þau einfaldlega að
...