Um 4.000 slökkviliðsmenn í Los Angeles og nágrenni glímdu í gær við Hughes-gróðureldinn sem blossaði upp í fyrrakvöld, en eldurinn hefur þegar lagt undir sig um 3.800 hektara lands. Anthony Marrone, slökkviliðsstjóri í Los Angeles-sýslu, sagði að…
— AFP/Brandon Bell

Um 4.000 slökkviliðsmenn í Los Angeles og nágrenni glímdu í gær við Hughes-gróðureldinn sem blossaði upp í fyrrakvöld, en eldurinn hefur þegar lagt undir sig um 3.800 hektara lands. Anthony Marrone, slökkviliðsstjóri í Los Angeles-sýslu, sagði að erfitt hefði reynst að hemja eldinn, en að slökkviliðið væri að ná yfirhöndinni.

Upptök eldsins voru í nágrenni Castaic-vatns, en það er um 56 kílómetrum norðan við Los Angeles-borg. Um 31.000 manns sem búa í nágrenni Castaic-vatns fengu fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín vegna eldsins, sem var knúinn af miklum vindhviðum og roki.
Einungis eru liðnar um tvær vikur frá því að miklir gróðureldar blossuðu upp í nágrenni Los Angeles-borgar, en tveir þeirra, kenndir við Palisades og Eaton, loga enn.