Þrjú efstu liðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Stjarnan, Tindastóll og Njarðvík, unnu sína leiki í 15. umferðinni í gærkvöld og í fallbaráttunni náði Álftanes fjögurra stiga forskoti á botnliðin Hött og Hauka, sem bæði töpuðu sínum leikjum
Körfuboltinn
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þrjú efstu liðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Stjarnan, Tindastóll og Njarðvík, unnu sína leiki í 15. umferðinni í gærkvöld og í fallbaráttunni náði Álftanes fjögurra stiga forskoti á botnliðin Hött og Hauka, sem bæði töpuðu sínum leikjum.
Efstu liðin þrjú hafa um leið skilið sig nokkuð frá hinum en síðan skilja aðeins fjögur stig að fjórða og tíunda lið deildarinnar.
Stjarnan var ekki í vandræðum með botnlið Hauka í Garðabæ og vann 99:75.
Hilmar Smári Henningsson skoraði 21 stig hjá sínu gamla félagi, Ægir Þór Steinarsson skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna og átti 9 stoðsendingar og Shaquille Rombley skoraði 17 stig.
...