Sem neytandi getur þú ekki verið þess fullviss þegar þú borðar á veitingahúsi eða í mötuneyti á þínum vinnustað að lambakjötið sé frá Íslandi.
Anton Guðmundsson
Anton Guðmundsson

Anton Guðmundsson

Laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu samkvæmt reglugerð nr. 1168/2024 fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025.

Og nú nýverið lauk útboðsferli vegna tollkvóta á landbúnaðarvörum, sem veitir heimild til innflutnings á kjöti, ostum og plöntum með engum eða lægri tollum en almennt er kveðið á um. Tollkvótum er útdeilt með útboði, og hefur eftirspurn oft reynst langt umfram framboð.

Um þessar mundir sést gríðarleg aukning á innflutningi á lambakjöti sem kemur mestmegnis frá Írlandi og er selt á matvörumarkaði og á veitingastöðum hérlendis. Hins vegar hefur þessi innflutningur, og þær aðferðir sem sumir aðilar nota til áframvinnslu og sölu, leitt til blekkingar gagnvart

...