Sagnirnar að hvika og kvika eru reglulegir gestir hér. Að hvika þýðir að víkja, hörfa og að hvika frá e-u er að víkja frá e-u: „Þjóðarflokkurinn hvikar ekki frá stefnu sinni, útgöngu úr Sameinuðu þjóðunum.“ Að kvika er hins vegar að…

Sagnirnar að hvika og kvika eru reglulegir gestir hér. Að hvika þýðir að víkja, hörfa og að hvika frá e-u er að víkja frá e-u: „Þjóðarflokkurinn hvikar ekki frá stefnu sinni, útgöngu úr Sameinuðu þjóðunum.“ Að kvika er hins vegar að hreyfast, iða: logi kvikar á kerti, augnaráð kvikar til og frá, mauraþúfa kvikar af lífi.