Hjörleifur Guttormsson
Forsetar Bandaríkjanna hafa lengi verið nálægir í hugum okkar Íslendinga. Ég minnist góðra orða föður míns um Franklin D. Roosevelt í vetrarlok 1945 úti á túninu heima degi eftir skyndilegt fráfall hans. Afstaða Bandaríkjanna til lýðveldisstofnunar hérlendis árið áður var mönnum þá í fersku minni. Með forsetakjöri vestra hefur síðan jafnan verið fylgst af áhuga hérlendis, þótt mismunandi afstaða til bandarískra herstöðva hafi lengi vel skipt mönnum í hópa.
Bandaríkin gegn umheiminum
Aðdragandi forsetakosninganna í Bandaríkjunum var nú sem stundum áður óvenjulegur. Demókratar veðjuðu fram undir lok kjörtímabils öðru sinni á öldunginn Joe Biden sem forsetaefni, en hann varð 82ja ára í nóvember síðastliðnum. Frambjóðendaskipti yfir á Kamölu Harris varaforseta á síðustu stundu drógu eflaust úr líkum
...