Þórhallur Ásgeirsson (Tolli) fæddist á Raufarhöfn 31. ágúst 1954. Hann lést 13. janúar 2025 á líknardeild Landspítalans.
Foreldrar hans voru Ásgeir Ágústsson og Ásdís Andrésdóttir. Systkini Tolla eru Ágúst, Pétur, Sigurður og Steinunn og þau áttu eina hálfsystur samfeðra, Ósk (hún er látin).
Tolli ólst upp á Raufarhöfn en fjölskyldan flutti í Kópavog árið 1968 þegar hann var 14 ára gamall. Hann vann hjá Vita- og hafnamálastofnun árið 1976 og var sendur vestur á Súgandafjörð. Þar kynntist hann Siggu.
Tolli starfaði í Osta- og smjörsölunni í 25 ár og síðastliðin 28 ár í eigin fyrirtæki sem hann rak með konu sinni.
Sigga og Tolli eignuðust tvö börn: Siggu Dísu, f. 1979, og Arnar Kára, f. 1989.
Börn
...