Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikil og brýn þörf er á úrbótum í húsnæðismálum viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði viðbragðs- og björgunaraðila í Skógarhlíð 14 var þegar orðið of þröngt og óhentugt fyrir starfsemina þegar í ljós kom mygla í kjallara byggingarinnar og víðar í húsnæðinu í fyrravetur svo grípa þurfti til tafarlausra aðgerða og voru einstakar starfseiningar á hrakhólum.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna (SST) voru fluttar til bráðabirgða á Laugaveg 166, í Víðishúsið svokallaða, sl. sumar og eru þar enn. Að sögn Jóns Svanbergs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, þurfti í maí í fyrra að ráðast í neyðarflutning vaktstofanna sem voru í kjallararýminu og sinna sólarhringsvöktun, þ.e.a.s. neyðarsvörun Neyðarlínunnar 112,
...