Jóhann Páll Jóhannsson
Jóhann Páll Jóhannsson

Týr í Viðskiptablaðinu las frétt Morgunblaðsins um viðbrögð Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis- og orkumálaráðherra, við Hvammsvirkjunardómnum og lýkur lofsorði á ráðherrann fyrir að vera lausnamiðaður maður.

Það þykir Tý til eftirbreytni: „Ef þetta nær fram að ganga er ljóst að Jóhann Páll gerir meira gagn en forveri hans í starfi sem afrekaði það helst að hækka kolefnaskatta, koma á kynlausum salernum í opinberum byggingum og ráðast í stórfelldar niðurgreiðslur á rafbílakaupum stærstu bílaleigna landsins.“

Hins vegar þykir Tý dómur héraðsdóms afhjúpandi fyrir Alþingi, sem í aulaskap hefði gert allar vatnsaflsvirkjanir ólöglegar. „Það er líka rannsóknarefni hvers vegna tveir umhverfisráðherrar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, gerðu ekkert í málinu þrátt fyrir að þeim hafi verið bent á þennan

...