Rut Jónsdóttir tryggði Haukum nauman sigur á ÍR, 26:25, þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í Skógarseli í gærkvöld. Hún skoraði sigurmarkið 25 sekúndum fyrir leikslok. Liðin höfðu þá unnið upp gott forskot hvort annars í…
Rut Jónsdóttir tryggði Haukum nauman sigur á ÍR, 26:25, þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í Skógarseli í gærkvöld. Hún skoraði sigurmarkið 25 sekúndum fyrir leikslok. Liðin höfðu þá unnið upp gott forskot hvort annars í leiknum og ÍR skorað fjögur mörk í röð og jafnað á lokakaflanum. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Rut sex en Sylvía Sigríður Jónsdóttir skoraði 12 mörk fyrir ÍR.