John Óli Ciesielski fæddist 3. júní 1952 í Maryland í Massachusetts, BNA. Hann lést 8. janúar 2025.
Foreldrar Johns Óla voru Michael Francis Ciesielski veður- og viðskiptafræðingur, f. 24. apríl 1922, d. 10. okt. 1969, og Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 28. maí 1930, d. 23. des. 2000.
John var elstur fimm systkina. Systkini hans eru: Sævar Marínó, f. 6. júlí 1955, d. 11. júlí 2011, Anna Björg, f. 21. ágúst 1957, Edna María, f. 18. júlí 1958, og hálfbróðir hans er Jósep, f. 21. júní 1969.
John Óli kvæntist aldrei en hann eignaðist eitt barn í Danmörku.
Eftir landspróf fór hann í Menntaskólann við Hamrahlíð og seinna í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og á Hvanneyri, þaðan sem hann útskrifaðist sem búfræðingur. John Óli bjó alla tíð
...