Birgir Steinn Theodórsson, kontrabassaleikari og tónskáld, heldur tónleika í Hannesarholti í kvöld, föstudaginn 24. janúar. Hefjast þeir kl. 20. Haft er eftir Birgi í tilkynningu að hann muni stíga út fyrir þægindaramma sinn og frumflytja tónlist eftir sjálfan sig. „Tónlistin reynir á möguleika kontrabassans og við hlökkum til að sjá sem flesta á þessari „þrælskipulögðu óvissuferð“,“ segir jafnframt í tilkynningunni.