Sveinn Einarsson
Nýlega var sýnd í íslenska sjónvarpinu leikin myndaröð um líf og feril frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands. Ýmsir vinir og samverkamenn Vigdísar hafa talið eðlilegt að vekja athygli á nokkrum atriðum í handriti verksins í ljósi sögunnar og eftirkomenda. Um er að ræða atriði sem vekja spurningar um hvert sé markmið heimildamynda annars vegar og skemmtiefnis hins vegar, sérstaklega ef ágreiningsefni upp rísa og mikil blanda er í framsetningu efnisins.
Myndaröðin um Vigdísi er í fjórum þáttum; í tveimur er æskuárum hennar lýst, þriðja er ætlað að fjalla um leikhússtjóraár hennar og þeim síðasta um farsællega baráttu hennar fyrir því að verða kosin forseti þjóðarinnar. Hér er ekki um heimildarmynd að ræða þar sem þess væri vandlega gætt að allt sé þar sagt satt og rétt, heldur leikna mynd þar sem handritshöfundar og
...