Sigurður Ísaksson fæddist í Ási í Holtum í Rangárvallasýslu 16. ágúst 1934. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 8. janúar 2025.

Foreldrar hans voru Ísak Jakob Eiríksson, bóndi í Ási og síðar útibússtjóri Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk, f. 8.3. 1899, d. 1.5. 1977, og Kristín Sigurðardóttir húsmóðir frá Selalæk, f. 25.12. 1905, d. 6.3. 2002. Systkini Sigurðar eru Inga, f. 19.7. 1927, d. 9.7. 2021, Eiríkur, f. 25.6. 1931, d. 18.5. 2008, og Fríða, f. 16.1. 1937.

Sigurður kvæntist hinn 1. september 1957 Eddu Thorlacius, exam. pharm., f. 30.9. 1934, d. 11.3. 2022. Foreldrar Eddu voru Finnur Ólafsson Thorlacius, húsasmíðameistari og kennari við Iðnskólann í Reykjavík, og Þórarna Valgerður Erlendsdóttir, húsfreyja og síðar hótelhaldari á Hótel Hvanneyri á Siglufirði. Seinni maður Þórörnu var Sigurður Kristjánsson, sparisjóðsstjóri á

...