Kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik gerði góða ferð til Sauðárkróks í gærkvöld og lagði þar Tindastól að velli, 80:72. Grindavík hafði ekki unnið leik síðan í október en Daisha Bradford hefur reynst liðinu góður liðsauki eftir áramótin. Hún skoraði 27 stig á Króknum, átti átta stoðsendingar og tók átta fráköst. Þá tók Isabella Sigurðardóttir 18 fráköst og skoraði 14 stig. Randi Brown skoraði 32 stig fyrir Tindastól og tók 13 fráköst.