Annað árið í röð fjárfesti Míla fyrir tæplega fimm milljarða og mikill meirihluti þeirrar fjárfestingar var úti á landi.
Erik Figueras Torras
Erik Figueras Torras

Erik Figueras Torras

Árið 2024 var farsælt íslenskum fjarskiptainnviðum. Í ársbyrjun var kvöðum létt af Mílu á svæðum þar sem 80 prósent landsmanna búa, sem opnar á ný tækifæri fyrir fyrirtækið, viðskiptavini og neytendur. Nú keppir Míla loks á grundvelli jafnaðar við keppinaut, sem hefur ríkan markaðsstyrk á höfuðborgarsvæðinu.

Á síðasta ári heimsóttum við yfir tíu þúsund heimili, stofnanir og fyrirtæki til að tengja við ljósleiðara Mílu. Viðtökur fólks við uppsetningarteymunum lyftu brún forstjórans og enn rignir inn hrósi og þökkum sakir fagmennsku Mílu.

Landsbyggðin líka

Okkar áherslur liggja ekki eingöngu á suðvesturhorni landsins. Míla er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða á landinu öllu. Annað árið í röð fjárfesti Míla fyrir tæplega fimm milljarða og

...