Kristín Sigríður Þórðardóttir fæddist á Fossi í Mýrdal 9. maí 1945. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í Fossvogi 10. janúar 2025.

Foreldrar Kristínar voru Hrefna Sigríður Bjarnadóttir og Þórður Áskell Magnússon. Stjúpfaðir hennar hét Ólafur Kristjánsson. Kristín átti þrjú systkin, Bjarna, Erlu og Magnús, sem öll eru látin, og fjögur hálfsystkin.

Börn Kristínar eru Guðmundur Jóhannes og Erla Lind. Guðmundur á synina Ólaf Barða og David Jan sem á dótturina Kristínu Gabríelu. Eiginkona Guðmundar heitir Karen Ólafsson. Erla Lind á börnin Elís Orra, Einar Bjarka og Kristínu Birtu.

Eftirlifandi eiginmaður Kristínar er Sturla Fjeldsted. Synir Sturlu eru tveir. Erlendur Örn, á þrjú börn með eiginkonu sinni Herdísi Sigurjónsdóttur, eða þau Ásdísi Magneu, Sturlu Sæ og Sædísi

...